Um klukkan tuttugu mínútur í átta í gær­kvöldi var til­kynnt um til­raun til ráns í Kópa­vogi. Fram kemur í dag­bók lög­reglunnar að tveir ungir menn hafi veist að konu við heimili hennar og ógnað henni með egg­vopni og skipað henni að gefa þeim bæði síma hennar og peninga. Konan neitaði því og sagðist ætla að hringja í lög­reglu. Mennirnir óku burt en voru hand­teknir síðar og vistaðir í fanga­klefa lög­reglunnar.

Þá var til­kynnt um inn­brot í mið­borginni í vinnu­skúr en til­kynnt var um mann brjóta rúðu og fara inn. Þegar lög­regla koma á vett­vang var meintur þjófur farinn af vett­vangi. Ekki er vitað hvort hann tók eitt­hvað.

Þá stöðvaði lög­reglan nokkurn fjölda öku­manna sem eru grunaðir um að aka undir á­hrifum eða án réttinda.