Um­fangs­mikill upp­lýsinga­leki sem BBC greindi frá sýnir að ýmis lönd hafa reynt að hafa á­hrif á niður­stöður og orða­lag nýjustu skýrslu Milli­ríkja­nefndar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál (IPCC).

Sam­kvæmt lekanum eru Sádi Arabía, Noregur og Ástralía meðal þeirra landa sem krafið hafa Sam­einuðu þjóðirnar um að draga úr niður­stöðum skýrslu IPCC þar sem kemur skýrt fram að þjóðir heims þurfa að draga úr notkun kol­efna­elds­neytis til að stemma stigu við á­hrifum lofts­lags­breytinga.

Þá kemur líka fram að sum lönd á borð við Sviss og hafa velt upp efa­semdum um nauð­syn þess að vest­ræn lönd styðji fá­tækari ríki við græn orku­skipti.

Lekinn saman­stendur af rúm­lega 32.000 skjölum og at­huga­semdum sem voru sendar til vísinda­manna IPCC af ríkis­stjórnum, fyrir­tækjum og hags­muna­aðilum. Hann er sagður vekja upp á­hyggjur af því að sum lönd muni reyna að streitast á móti eða „lobbía“ gegn mark­miðum COP26 lofts­lags­ráð­stefnu Sam­einuðu þjóðanna sem hefst í Glas­gow í næstu viku.

Ýmsir lofts­lags­vísinda­menn og aktív­istar telja ráð­stefnuna vera síðasta tæki­færi heims­byggðarinnar til að setja sér skýr mark­mið í bar­áttunni gegn lofts­lags­breytingum og fram­fylgja mark­miðum Parísar­sátt­málans um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráða.

Skýrslur IPCC eru gefnar út á 6-7 ára fresti og eru skrifaðar af hundruðum ó­háðra vísinda­manna sem taka saman nýjustu vísinda­legu þekkinguna um á­hrif lofts­lags­breytinga af manna­völdum. Nýjasta skýrslan var gefin út í lok sumars og niður­stöður hennar munu skipta sköpum fyrir samninga­við­ræðurnar á COP26 ráð­stefnunni.

Setja spurningar­merki við niður­skurð

Að sögn BBC er mikill meiri­hluti at­huga­semdanna við skýrslu IPCC upp­byggi­legar og ætlað að bæta gæði loka­skýrslunnar. Þó sýnir hluti þeirra að viss lönd setja spurningar­merki við þörf þess að draga úr notkun kol­efna­elds­neytis eins og skýrslur IPCC hafa ber­sýni­lega sýnt fram á.

Ráð­gjafi olíu­mála­ráðu­neyti Sádi-Arabíu krefst þess að orða­lag á borð við „nauð­syn þess að á­ríðandi og auknar að­gerðir í átt að niður­skurði á öllum þrepum“ verði fjar­lægt úr skýrslunni.

Þá hafnaði hátt­settur aðili innan áströlsku ríkis­stjórnarinnar þeirri á­lyktun að lokun kola­orku­vera sé nauð­syn­leg, jafn­vel þótt það að hætta notkun kola sé eitt af yfir­lýstum mark­miðum COP26 ráð­stefnunnar. Ind­verskur vísinda­maður með tengsl við ríkis­stjórnina varar við því að kol muni verða mikil­vægur orku­gjafi næstu ára­tugina vegna gífur­legra á­skorana í því að út­vega lands­mönnum ó­dýrt raf­magn. Ind­land er stærsti kola­notandi heims.

Þá hafa ýmis lönd á­samt Opec, sam­tökum olíu­fram­leiðslu­ríkja, fært rök fyrir því að kol­efnis­förgun og -geymsla ætti að spila stærri hlut­verk í að­gerðum gegn lofts­lags­breytingum. Skýrsla IPCC segir að kol­efnis­förgun, sem er mjög dýr í fram­leiðslu, gæti spilað hlut­verk í fram­tíðinni en segir ó­vissu ríkja um hag­kvæmni þess.

Þá kröfðust Ástralar þess að vísinda­menn IPCC eyddu til­vísun í niður­stöðunum um það hvernig lobbíistar hafa reynt að draga úr eða hindra lofts­lags­að­gerðir í Ástralíu og Banda­ríkjunum.

Engin pressa að sam­þykkja at­huga­semdirnar

Prófessor Corinne le Qu­é­ré frá há­skólanum í East Ang­li­a, sem hefur unnið við þrjár skýrslur IPCC segist ekki hafa neinar á­hyggjur af hlut­leysi skýrslna IPCC og segir allar at­huga­semdir vera skoðaðar út frá vísinda­legum rökum.

„Það er alls engin pressa á vísinda­mönnunum að sam­þykkja at­huga­semdirnar. Ef at­huga­semdirnar snúast um hags­muna­gæslu, ef vísindin styðja þær ekki, þá verða þær ekki felldur inn í skýrslur IPCC,“ segir le Qu­é­ré í sam­tali við BBC.

Christiana Figu­eres, diplómati frá Costa Rica sem hafði yfir­um­sjón með lofts­lags­ráð­stefnu Sam­einuðu þjóðanna í París árið 2015, segir það vera nauð­syn­legt að ríkis­stjórnir séu partur af ferlinu hjá IPCC.

„Raddir allra þurfa að vera með. Það er aðal­mark­miðið. Þetta snýst ekki bara um einn þráð. Þetta er teppi ofið af mörgum, mörgum þráðum,“ segir hún.