Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók mann á þrí­tugs­aldri í gær­kvöldi í vestur­bæ Reykja­víkur en maðurinn hafði þá gert þrjár til­raunir til þess að ræna fólk, vopnaður hnífi. Engum varð líkam­lega meint af brotum mannsins.

Maðurinn veitti ekki mót­spyrnu við hand­töku og hlýddi til­mælum að því er kemur fram í dag­bók lög­reglu. Hann var vistaður í fanga­geymslu vegna rann­sóknar málsins.

Hrækti í andlit lögregluþjóna

Þá brást lög­regla við ölvuðum manni í austur­bæ Reykja­víkur um klukkan sjö í gær­kvöldi. Þegar lög­regla reyndi að að­stoða manninn brást hann illa við og hrækti í and­lit lög­reglu­þjóns og sparkaði í annan.

Maðurinn var því hand­tekinn en meðan hann var í vörslu lög­reglu lét hann á­fram mjög ó­frið­lega og hrækti í and­lit tveggja lög­reglu­þjóna til við­bótar. Hann var vistaður í fanga­geymslu vegna á­stands og hegðunar.

Heimilisofbeldi, innbrot og akstur undir áhrifum

Lög­reglan hefur einnig til rann­sóknar til­kynningu um heimilis­of­beldi í Hafnar­firði og inn­brot í grunn­skóla í austur­bænum.

Þá voru mörg út­köll vegna sam­kvæðis­há­vaða, fjórir öku­menn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna og tveir grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis.