Dyra­verðir skemmti­staðar í mið­bænum kölluðu til lög­reglu nú rétt undir morgun, þar sem maður var að reyna að komast inn á staðinn vopnaður hnífi og hnúa­járni. Þegar lög­regla mætti á vett­vang af­henti maðurinn lög­reglu vopnin. Hann hefur verið kærður fyrir að brjóta gegn vopna­lögum.

Tölu­vert var um slags­mál og dólgs­læti í mið­bænum síðast­liðna nótt, en til­kynnt var um líkams­á­rás á skemmti­stað þar sem maður sló stúlku í hnakkann og reif í hárið á henni. Þá fékk lög­regla til­kynningu um slags­mál á Ingólfs­torgi þar sem tveir voru að ráðast á einn. Sá reyndist með minni­háttar á­verka eftir á­rásina. Lög­reglan fékk einnig til­kynningu um aðila sem var að hella bjór yfir konur í mið­bænum. Bjór­dólgnum var vísað á brott þegar lög­reglu bar að garði.

Þá að­stoðaði lög­regla á­fengis­dauðan aðila á veitinga­stað, en sá var fluttur til skoðunar á slysa­deild.