Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði öku­mann eftir eftir­för klukkan rúm­lega eitt í nótt. Bif­reið mannsins mældist á 164 kíló­metra hraða á Kringlu­mýrar­braut, en há­marks­hraði á þessu svæði er 80 kíló­metrar á klukku­stund.

Að sögn lög­reglu stöðvaði maðurinn ekki strax við merkja­gjöf lög­reglu og var kominn í Garða­bæ er hann loks stöðvaði. Hann er grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna, í­trekaðan akstur án gildra öku­réttinda og skjala­fals. Bif­reiðin var með röng skráningar­númer og telur lög­regla að þau hafi verið stolin. Bif­reiðin var auk þess ó­tryggð.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að bif­reiðin hafi verið flutt af vett­vangi með dráttar­bif­reið. Sam­kvæmt reikni­vél á vef lög­reglunnar bíður mannsins 250 þúsund króna sekt fyrir hrað­aksturinn.