Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur laust eftir klukkan 4 í nótt. Hafði hann reynt að skalla lögreglumann. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þá voru átta handteknir fyrir ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Einn þeirra sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og var akstur bílsins stöðvaður eftir nokkra stund. Þá var einn stöðvaður fyrir hraðakstur í Ártúnsbrekku, en hann var tekinn á 143 kílómetra hraða þar sem var 80 kílómetra hámarkshraði.

Nokkuð var um líkamsárásir, en einn var handtekinn og vistaður i fangaklefa eftir að tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti. Þá var tilkynnt um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í Kópavogi og var sá einnig handtekinn þar og vistaður í fangageymslu. Einnig var tilkynnt um unglingaslagsmál í Grafarvogi klukkan hálf ellefu í gærkvöld.

Tilkynning barst lögreglu klukkan ellefu í gærkvöld um mann sem reyndi að stela reiðhjóli í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn fannst ekki.

Loks var tilkynnt um unglingadrykkju við grunnskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.