Fréttir

Reyndi að ræna búnaði og bíta sjúkra­flutninga­menn

Maður í annarlegu ástandi reyndi í dag að ræna sjúkrabíl. Þá kviknaði eldur í Hafnarhúsinu og tveir reyndu að ræna búðir.

Maðurinn reyndi að ræna búnaði úr bílnum og bíta sjúkraflutningamenn. Fréttablaðið/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á nokkuð annasaman dag að baki. Á þriðja tímanum í dag óskuðu sjúkraflutningamenn eftir aðstoð lögreglu þar sem þeir voru staddir í verkefni í miðborg Reykjavíkur. 

Þar hafði karlmaður reynt að fjarlægja úr sjúkrabíl búnað og fara með hann á brott. Sjúkraflutningsmaður á vettvangi náði að stöðva för mannsins og halda honum þar til lögregla kom á vettvang. Á meðan biðinni stóð reyndi maðurinn meðal annars að bíta sjúkraflutningamanninn. Var hann í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu og var vistaður í fangaklefa.

Fyrr í dag var lögreglu tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í fataverslun í miðborginni þar sem hann reyndi að stela fatnaði. Var hann stöðvaður áður en hann komst út með fatnaði. Lögregla mætti á vettvang og fékk maðurinn að fara frjáls ferða sinna eftir að hafa skilað fatnaðnum enda voru ekki frekari kröfur á hendur honum, að því sem fram kemur í fréttapósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Árbæ, en hafði maður tekið vörur úr versluninni án þess að greiða fyrir. Á fjórða tímanum var tilkynnt um karlmann sem var ósjálfbjarga sökum ölvunar fyrir utan húsnæði í Árbænum. Var manninum ekið á brott.

Þá var tilkynnt um eld í húsnæði í Laugardalnum, en þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang var búið að slökkva eldinn. Í ljós kom að verið var að skipta um þaktappa á þaki hússins og kviknað hafði í pappanum.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í dag var á fjórða tímanum í dag tilkynnt um eld í Hafnarhúsinu, þar sem Listasafn Reykjavíkur er til húsa, Hafði þar útigangsfólk verið inni á salerninu og kveikt í. Þar voru ekki frekari kröfur á hendur þeim og fengu þau að halda sína leið.  

Að lokum stöðvaði lögregla ferð nokkurra ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Innlent

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Erlent

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

Auglýsing

Nýjast

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Icelandair varar far­þega við verk­föllum

Fimm um borð í leku skipi: Mikill viðbúnaður

Auglýsing