Út­lit er fyrir að svika­hrappar reyni þessa dagana að hagnast á gjald­þroti WOW með því að reyna að blekkja við­skipta­vini fé­lagsins sem áttu flug­miða með fé­laginu. Frá þessu er greint í til­kynningu á vef Valitor en þar segir:

„Af gefnu til­efni vill Valitor koma á fram­færi að ekki er verið að hringja í fólk í tengslum við endur­kröfu­ferli vegna flug­miða með WOW. Valitor hefur fengið spurnir af því að hringt hafi verið í fólk í nafni Valitor og beðið um kor­ta­upp­lýsingar, að sögn til að flýta fyrir endur­kröfu­ferli.“

Fyrir­tækið tekur skýrt fram að um­ræddir aðilar eru ekki á vegum Valitor og allar líkur á að um svik­sam­legt at­ferli sé að ræða. „Við viljum enn­fremur í­treka við kort­hafa að gefa ekki upp kor­ta­upp­lýsingar sínar við ó­við­komandi aðila sem óska eftir þeim í gegnum síma.“

Hafi kort­hafar fengið sím­töl af þessu tagi eru þeir vin­sam­legast beðnir um að láta fyrir­tækið vita í síma 525-2000. Valitor hringir aldrei í kort­hafa til að fá upp­lýsingar um korta­númer hjá þeim.

Ekki kemur fram í tilkynningu Valitor hvernig meintir svikahrappar hafa komist yfir upplýsingar um það hverjir áttu bókað flug með félaginu fallna.