Unnið er að hreinsunar­starfi við skíða­svæðið í Skarðs­dal á Siglu­firði eftir að snjó­flóð sem féll þar snemma morguns 20. janúar og eyði­lagði skíða­skála og skíða­leigu svæðisins. Brekkan hefur verið lokuð síðan en stefnt er að því að opna svæðið aftur í lok næstu viku, 10. til 13. febrúar.

Snjóa­lög eru mjög góð á svæðinu eins og er og eru Sigl­firðingar margir spenntir að komast aftur á skíði, en svæðið var ný­búið að opna aftur eftir breytingar á sótt­varna­lögum í janúar þegar snjó­flóðið féll.

Flóðið féll ekki á skíða­lyftur svæðisins og verður reynt að koma þeim í gang þegar hreinsunar­starfi lýkur. Í til­kynningu frá starfs­mönnum svæðisins segir að stefnt sé að því að klára hreinsunar­starf um miðja viku og þá verði farið í að reyna að koma svæðinu aftur í stand. Það takist mögu­lega fyrir 10. til 13. febrúar.

Bæði skíða­skálinn og skíða­leigan, sem var í gám við hliðina á skálanum, gjör­eyði­lögðust í snjó­flóðinu. Einnig skemmdist verk­stæði svæðisins, annar snjó­troðari þess og snjó­sleði.

Göngubraut er tilbúin í Hólsdal. Veðrið S 2m/sek, frost 4 stig og heiðskírt, troðinn þurr snjór. Skíðasvæðið í Skarðsdal...

Posted by Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði on Sunday, 31 January 2021