Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að ákvörðun um nýjustu takmarkanir hafi verið teknar í samstarfi við atvinnulífið.

„Við vorum með mikinn samráðsvettvang hér á milli jóla og nýárs og í byrjun nýs árs með meðal annars fulltrúum frá atvinnulífinu og vinnumarkaðnum og víðar,“ sagði Willum Þór í samtali við Fréttablaðið.

„Við reynum að halda þessu í þéttu samtali og leysa þetta í sameiningu.“

Heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra tilkyntu um hertar takmarkanir fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Samkomubann fer niður í tíu manns en skólar halda áfram að vinna samkvæmt reglugerð.

Takmarkanir væru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem skilaði þeim nýju minnisblaði eftir að aðgerðir voru framlengdar bara síðasta þriðjudag.