Gísli Þráins­son, for­maður flug­elda­nefndar slysa­varna­fé­lagsins Lands­björg reiknar ekki með neinu öðru en að lands­menn styðji við björgunar­sveitir landsins og versli af þeim flug­elda, en sala á þeim hófst í dag. Hann viður­kennir að flug­eldar séu mengandi, en segir að unnið sé að því að gera þá um­hverfis­vænni.

„Eftir­væntingin í ár er bara góð. Ég reikna ekki með öðru en að fólk komi til okkar og versli flug­elda,“ segir Gísli.

Árið 2022 var við­burða­ríkt hjá liðs­mönnum Lands­bjargar, en eld­gos í Mera­dölum og ó­veður hefur sýnt okkur enn og aftur hve mikil­væg góð björgunar­sveit er fyrir lands­menn. Gísli segir að salan á flug­eldum hafi gengið vel í fyrra og vonast hann til þess að það verði það sama upp á teningnum í ár.

„Salan gekk mjög vel í fyrra og það er engin á­stæða til þess að halda að það verði eitt­hvað öðru­vísi í ár,“ segir Gísli.

Um­ræðan undan­farin ár varðandi flug­elda hefur einan helst tengst mengandi á­hrifum flug­elda á um­hverfið. Fólk hefur verið hvatt til þess að styðja frekar við björgunar­sveitir án þess að kaupa flug­elda. Gísli segir að unnið sé að því að minnka á­hrif mengunar af völdum flug­elda.

„Við viður­kennum það að flug­eldar menga, eða nánar til­tekið svif­ryk mengar. Mengunin er í mjög tak­markaðan tíma og yfir­leitt ekki þegar vindur blæs. Svif­ryksmengun var ekki vanda­mál í fyrra og miðað við veður­spánna í ár þá er ó­lík­legt að hún verði til vand­ræða. Eini ó­vinurinn okkar þar er logn, en það er nú kannski ekki oft á þessum árs­tíma sem við erum að díla við það,“ segir Davíð.

„Við erum alltaf að reyna að gera flug­elda eins um­hverfis­væna og hægt er. Við erum til að mynda að minnka plastið í flug­eldum, sem hjálpar til við að minnka mengun. Þetta er náttúru­lega bruni af flug­eldum, þannig við svo sem náum aldrei að gera þá um­hverfis­væna. En við erum að taka út vörur sem er mikið plast í og breyta um­búðum til þess að reyna gera þetta um­hverfis­vænna,“ segir Gísli.

Sterk flug­elda­hefð hjá Ís­lendingum

Gísli segir að Lands­björg reyni alltaf að bæta ein­hverjum nýjungum í flug­elda flóruna hér á landi, enda eru Ís­lendingar kröfu­harðir þegar kemur að flug­eldum.

„Það er sterk hefð fyrir því að skjóta upp flug­eldum um ára­mótin og það virðist nú ekki vera lát á því,“ segir Gísli.

Að­spurður hvar mesta salan af flug­eldum sé, segir Gísli að salan sé mest þar sem fólkið er flest.

„Við erum með um hundrað sölu­staði á öllu landinu. Hérna á höfuð­borgar­svæðinu er náttúru­lega mesta salan, það gefur auga leið enda búa lang­flestir hér,“ segir Gísli.

Eins og fyrr segir hófst sala flug­elda í dag. Davíð segir að oft sé ekki mikið að gera fyrstu dagana. Mesta salan er síðustu tvo daga ársins.

„Helmingurinn af sölunni er á gaml­árs­dag og helmingur af hinum helmingnum er þrí­tugasta desember. Þannig dagurinn í dag er lík­lega sá allra ró­legasti í flug­elda­sölunni,“ segir Gísli.