Innlent

Reyna að sporna við frekari skemmdum við Dynjanda

Dynjandi ræður ekki meiri fjölgun ferðamanna, að sögn Umhverfisstofnunar. Ráðist hefur verið í miklar framkvæmdir til að sporna við frekari skemmdum.

Svæðið hefur orðið fyrir miklum skemmdum. Fréttablaðið/Pjetur

Innviðir á Vestfjörðum voru ekki í stakk búnir til þess að mæta þeirri miklu fjölgun ferðamanna hingað til lands undanfarin ár, að sögn Eddu Krsitínar Eiríksdóttur, starfsmanns Umhverfisstofnunar á sunnanverðum Vestfjörðum. Unnið sé að því að sporna við frekari skemmdum á svæðinu.

Ýmis konar vinna er hafin til að mæta álagi ferðafólks á svæðinu en talið er að yfir 74 þúsund manns hafi lagt leið sína að Dynjanda á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum. Ástand náttúru við Dynjanda og í Surtarbrandsgili er orðið það slæmt að staðirnir eru komnir á appelsínugulan válista hjá Umhverfisstofnun. 

Enn verið að slökkva elda

„Það er sama staða hjá okkur og annars staðar á landinu. Það er enn þá verið að slökkva elda en stjórnvöld hafa þó gripið til aðgerða, til dæmis með svokallaðri innviðaáætlun. Dynjandi fékk vel úthlutað í tengslum við hana og það eru miklar framkvæmdir fram undan.“ segir Edda Kristín.

Meðal þeirra framkvæmda má nefna útsýnispalla við fossana í Dynjandisá, en tveir af fimm útsýnispöllum eru nú þegar komnir upp.

„Jarðvegsvinna varðandi bílastæði og hjólastólaaðgengi við neðsta fossinn er farin af stað. Það er verið að teikna ný salernishús og afdrepi fyrir landvörð verður sett upp í haust auk þess sem landvarsla verður aukin hjá okkur í sumar. Svæðið við Dynjanda hefur ekki borið þessa miklu umferð sem verið hefur og höfum við áhyggjur af fjölgun skemmtiferðaskipa til Ísafjarðarhafnar. Ferðamenn eru ferjaðir með rútum og það er varla rútubílastæði þarna á svæðinu sem heitið getur. En það verður vonandi bætt úr þessu með þeim aðgerðum sem ég talaði um.“ segir Edda Kristín.

Vilja friðlýsa Látrabjarg

Varðandi önnur svæði á sunnanverðum Vestfjörðum segir Edda Kristín að vel hafi tekist til við framkvæmdir við Surtarbrandsgil til að koma í veg fyrir skemmdir. En að mati Umhverfisstofnunar þyrfti að friðlýsa Látrabjarg. 

„Staðan var slæm en búið er að fara í framkvæmdir varðandi uppganginn í gilið og svo var sett upp sýning þar. Farið verður í uppsetningu á skiltum og göngustígagerð í Vatnsfirði. En svo höfum við áhyggjur af Látrabjargi. Það er mikið álag þar, það fer gífurlega fjöldi þar um og sérstaklega á neðsta svæðið, frá vitanum og um það bil 500 metrum ofar, þar er mesta álagið því mjög margir fara ekki mikið lengra en það. Þar er þörf á einhverjum aðgerðum.“ segir Edda Kristín að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ferðaþjónusta

Ferðamenn að bíða eftir rútu leita skjóls á hárgreiðslustofu

Samfélag

Sýndi tveimur föstum Kínverjum sveitina og gaf þeim síðan í nefið

Innlent

Náttúru­skemmdir leitt til nei­kvæðari upp­lifunar

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing