Innlent

Reyk­víkingar hlynntari sam­einingu sveitar­fé­laganna

Garðbæingar og Seltirningar eru andvígastir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verði sameinuð, eða ríflega 80 prósent þeirra.

Sameining allra sveitarfélaganna var oftast nefnd, en alls nefndu um 31 prósent þá samsetningu. Fréttablaðið/Vilhelm

Reykvíkingar eru hlynntari því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu verði sameinuð en íbúar nágrannasveitarfélaganna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Garðbæingar og Seltirningar eru andvígastir, eða ríflega 80 prósent þeirra, og þá eru karlar hlynntari sameiningunni en konur.

Samkvæmt könnuninni eru 18 ára og eldri líklegri til þess að vilja sameinuð sveitarfélög í höfuðborginni. Yngsti hópurinn, 18 til 29 ára, sker sig nokkuð úr hvað viðhorf til sameiningar varðar því meirihluti þess hóps, eða 63 prósent, er andvígur henni.

Talsverður munur er á viðhorfi eftir stjórnmálaskoðun. Mikill meirihluti þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn er andvígur sameiningu, eða 70 prósent, á meðan meirihluti þeirra sem myndu kjósa Pírata er hlynntur sameiningu, eða 72 prósent.

Svarendum gafst kostur á að tilgreina hvaða sveitarfélög þeir vildu helst að sameinuðust. Sameining allra sveitarfélaganna var oftast nefnd, en alls nefndu um 31 prósent þá samsetningu. Næst algengasta tillagan var sameining Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness, en ríflega níu prósent báru upp þá tillögu.

Alls svöruðu 500 manns spurningum Maskínu dagana 19. júní til 2. júlí. Um var að ræða svarendur af báðum kynjum, átján ára og eldri, sem allir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Könnunina í heild má nálgast hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

Vara­for­setar þingsins í stóla­leik

Innlent

Leið­réttir mis­skilning um út­blástur Kötlu

Alþingi

Áfengisfrumvarp lagt fram á nýjan leik

Auglýsing

Nýjast

The Chemical Brothers aflýsa tónleikum

Nota mynd­band af lík­flutningi í aug­lýsingu

Ævar vísinda­maður skaut Eddu og Jóni ref fyrir rass

Borgin eykur stuðning við Fé­lags­bú­staði

Segir VÍS ráðast á landsbyggðina

Fram­kvæmda­stjóra­skipti hjá BÍL

Auglýsing