Reykka­farar frá Slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins eru á leið inn í skip, sem liggur við Granda­garð, en reyk leggur frá skipinu. Dælu­bílar eru einnig á vett­vangi þó ekki sé talið að eldur logi um borð í skipinu.

Mbl.is greindi fyrst frá. Ekki náðist í slökkvi­liðið við vinnslu fréttarinnar en í sam­tali við mbl segir varð­stjóri að engin hætta sé á ferðum og enginn um borð í skipinu. Gangandi veg­farandi hafi séð reyk leggja frá skipinu og hringt á slökkvi­lið.