Hvítur reykur hefur sést stíga upp frá hraun­breiðunni í Nátt­haga við Fagra­dals­fjall í dag á nokkrum stöðum. Mbl.is greindi frá þessu fyrst en að sögn Veður­stofu Ís­lands eru þó engin merki um að ný kvika sé að streyma upp á yfir­borðið.

Að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings Veður­stofunnar er verið að fylgjast með á­standinu með skjálfta­mælum og vef­mynda­vélum.

„Það eina sem ég get sagt er að þær vef­mynda­vélar sem ég er með þá er að rjúka úr hrauninu á nokkrum stöðum á jöðrunum líka. Á svona köldum dögum þá er þetta mjög aug­ljóst þegar það rýkur ein­hvers staðar úr,“ segir vakt­hafandi náttúruvárfræðingur.

Hún bætir við að málið verði tekið upp á viku­legum fundi Veður­stofunnar sem var í þann mund að hefjast er Frétta­blaðið hafði sam­band.

„En það virðist engin kvik vera að koma upp á yfir­borð og kannski er bara eitt­hvað hita­upp­streymi úr hrauninu að koma upp sem er sýni­legt núna.“

Að sögn hennar er enn ein­hver kviku­gangur undir hrauninu og hafa mælst nokkrir skjálftar á svæðinu undan­farið.