Um tíu mínútur yfir 18 í kvöld var tilkynnt um mikinn reyk í vöru- eða iðnaðarhúsi í Korngörðum. Vinnu slökkviliðs er nú lokið á vettvangi en að sögn varðstjóra á vakt þá var um að ræða lítið tæki sem brann yfir og kom reykur út frá því. Allt tiltækt lið sem kallað var á vettvang hefur lokið störfum og yfirgefið vettvanginn.

Reykkafarar voru sendir inn í húsið í fyrstu til að kanna aðstæður.

„Þegar við komum á staðinn var dökkur reykur inni í húsinu,“ sagði varðstjóri á vakt í samtali við Fréttablaðið fyrr í kvöld.

Fréttin hefur verið uppfærð.