Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins var kallað út um klukkan eitt í nótt eftir að rúða var brotin í húsi í Foss­voginum og reyk­sprengju kastað inn. Að sögn varð­stjóra hjá slökkvi­liðinu voru í­búar heima þegar sprengjunni var kastað inn en sem betur fer varð þeim ekki meint af.

Þá var slökkvi­lið kallað út um svipað leyti vegna til­raunar til að kasta eld­sprengju í hús í Hafnar­firði. Að sögn varð­stjóra var að­stoð slökkvi­liðsins aftur­kölluð þar sem sprengjan dreif ekki að húsinu.

Ó­víst er hvort málin tengist á­tökum hópa í kjöl­far hnífa­á­rásar á skemmti­staðnum Banka­stræti Club síðast­liðið fimmtu­dags­kvöld.

Greint hefur verið frá því að hótanir hafi gengið manna á milli og hefur lög­regla til rann­sóknar hugsan­legar hefndar­að­gerðir þar sem rúður hafa verið brotnar og bensín­sprengjum verið kastað inn í hús.