Á fundi borgar­ráðs í dag var ein­róma sam­þykkt að slíta vinar­borgar­sam­bandi við rúss­nesku höfuð­borgina Moskvu en samningur um slíkt hefur verið í gildi frá árinu 2007. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Reykja­víkur­borg. Að ráð­leggingu borgar­lög­manns verður leitað við­bragða hjá borgar­yfir­völdum í Moskvu áður en sam­starfinu verður form­lega slitið.

Þar segir enn fremur að þann 20. apríl fundaði Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri með borgar­stjóra úkraínsku borgarinnar Lviv og Olgu Dibrova, sendi­herra Úkraínu á Ís­landi 16. júní þar sem meðal annars bar á góma sam­starfið við Moskvu.

„Í fram­haldi af um­ræðum í borgar­ráði sl. vor hefur borgar­stjóri fundað með utan­ríkis­ráð­herra um málið og utan­ríkis­ráðu­neytið gerir ekki at­huga­semdir við til­lögu um slit á vina­borgar­sam­starfi,“ segir í til­kynningunni.

Þann 1. mars sendi borgar­stjórn frá sér ein­róma á­lyktun vegna inn­rásar Rússa í Úkraínu í febrúar. Þar segir:

Borgar­stjórn Reykja­víkur for­dæmir harð­lega inn­rás Sam­bands­lýð­veldisins Rúss­lands í Úkraínu og lýsir sam­stöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Borgar­stjórn skorar á ríkis­stjórn Rúss­lands að draga her­sveitir sínar til baka, lýsa yfir vopna­hléi og koma á friði þegar í stað. Inn­rásin í Úkraínu er ó­lög­leg og ó­mann­úð­leg – og með henni er friður í Evrópu rofinn. Borgar­stjórn lýsir sam­stöðu með Kyiv, Kharkiv, Kher­son og öðrum úkraínskum borgum og land­svæðum sem nú sæta á­rásum. Jafn­framt lýsir borgar­stjórn sam­stöðu með í­búum sem neyðast til að flýja heimili sín eða berjast varnar­bar­áttu við ofur­efli. Inn­rás sem þessi gengur gegn öllum gildum borgar­stjórnar Reykja­víkur og hvetjum við því ríkis­stjórn Ís­lands og stjórnir vina­ríkja til að taka á móti flótta­fólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Reykja­víkur­borg mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og lýsir sig til­búna til að taka á móti fólki á flótta.