Efling gagn­rýnir Dag B. Eggerts­son borgar­stjóra harð­lega á heima­síðu sinni sem og til­boð Reykja­víkur­borgar. Dagur segir til­boðið vera tíma­móta­samning en for­svars­menn Eflinga for­dæma borgar­stjóra og saka hann um að vera á flótta

Í til­boði Reykja­víkur­borgar til Eflingar kemur fram að grunn­laun starfs­fólks á leik­skólum myndi hækka um 110.000 krónur, eða úr 311.000 krónum í 421.000 krónur. Þá myndu heildar­laun starfs­fólks hækka í 460.000 krónur á mánuði með á­lags­greiðslum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg sem hefur gert til­boð borgarinnar opin­bert en áður hafði verið fjallað um til­boð borgarinnar í Kast­ljósi.

Í til­boði Reykja­víkur­borgar kemur jafn­framt fram að heildar­laun ó­fag­lærðs deildar­stjóra í leik­skólum muni hækka í 572.000 krónur með á­lags­greiðslum. Þá muni grunn­launin hækka um 102.000 krónur. Í dag eru grunn­laun 418.000 krónur en yrði sam­kvæmt til­kynningu borgarinnar 520.000 krónur.

Þessu til við­bótar segir í til­kynningunni kæmi til stytting vinnu­vikunnar.

Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri segir í sam­tali við vef Ríkis­út­varpsins að til­boð borgarinnar yrði tíma­móta­samningur. Hann tjáði sig einnig í Kast­ljósi í gær en eftir það við­tal var Dagur sakaður um talna­leik­fimi af Viðar Þor­steins­syni, fram­kvæmda­stjóra Eflingar. Viðar hélt fram í Morgunút­varpinu á Rás 2 að Dagur hafi reynt að af­lega­leiða og flækja um­ræðuna. Dagur nefndi í Kast­ljósi að frá því að hann tók við hefðu verið á­lags­greiðslur á byrjunar­laun leið­bein­enda í leik­skólum frá því að hann settist í stól borgar­stjóra, eða um tíu prósent ofan á byrjunar­launin. Í Kast­ljósi nefndi Dagur ekki þá upp­hæð í krónu­tölum. Byrjunar­laun eru eins og áður segir 310 þúsund krónur en í við­talinu kom fram að launin myndu hækka í 420.000 og ofan á þá upp­hæð myndu leggjast 40.000 króna á­lags­greiðslur mánaðar­lega. Heildar­laun yrðu því 460.000 krónur.

Efling sendi frá sér til­kynningu og sakaði Dag um að fegra til­bið borgarinnar. Á vef Eflingar segir:

„Þær upp­hæðir sem borgar­stjóri fór með í við­talinu í gær, með vísun í kjör ó­fag­lærðs leik­skóla­starfs­manns, byggja á því að telja ekki nú­verandi sér­greiðslur í byrjunar­upp­hæð en telja þær með í loka­upp­hæð. Fram­setning borgar­stjórans er í anda þeirra vinnu­bragða sem samninga­nefnd Reykja­víkur­borgar hefur við­haft, þar sem þegar um­samin réttindi eru sett í búning kjara­við­bóta. Virðist þetta gert í þeim til­gangi að fegra mögur til­boð borgarinnar.“

Þá segir að samninga­nefnd Eflingar myndi sam­þykkja að laun hækki sem sam­svarar lífs­kjara­samningum að við­bættri leið­réttingu sem væri á bilinu 17 til 46 þúsund.

„Sú leið­rétting þyrfti ekki að vera í formi grunn­launa­hækkunar heldur gæti verið sér­stakt álag sem ekki kæmi inn í grunn til út­reiknings á yfir­vinnu og vakta­vinnu,“ segir á vef Eflingar sem jafn­framt harmar og for­dæmir að Dagur hafi hafnað boðum um að ræða kröfur Eflingar á fundum með fé­lags­mönnum. Á vef Eflingar segir:

„Þess í stað hefur þú að­eins látið sjá þig þegar þú færð að sitja einn í sjón­varps­við­tali, þar sem þú hefur talað niður okkar kjara- og rétt­lætis­bar­áttu. Þú kennir þig við stjórn­mál sam­ræðunnar. Við hörmum og for­dæmum að þú viljir ekki eiga sam­tal við okkur, þitt eigið starfs­fólk.“

Til­boð borgarinnar til starfs­fólks Eflingar á leik­skólum sem var gert opin­bert í gær:

Heildar­laun starfs­fólks í leik­skólum hækka í 460.000 krónur á mánuði með á­lags­greiðslum. Grunn­launin hækka um 110.000 kr.
Þau hækka úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.
Heildar­laun ó­fag­lærðs deildar­stjóra í leik­skólum hækka í 572.000 krónur með á­lags­greiðslum.
Grunn­launin hækka um 102.000 kr. Þau hækka úr 418.000 í 520.000 krónur.
Til við­bótar kemur m.a. stytting vinnu­vikunnar. Launa­hækkanirnar koma fram á samnings­tíma sam­kvæmt tíma­línu Lífs­kjara­samningsins.