Reykjavíkurborg óskar eftir aðstoð frá hjálpsömum einstaklingi eða einstaklingum sem eru á leiðinni frá Reykjavík til Reykjanesbæjar. Ástæðan fyrir því eru atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum, sem þurfa að komast á sinn stað.
Þetta kemur fram á Twitter-síðu Reykjavíkurborgar, en þar segir að atkvæðin þurfi að komast í Reykjanesbæ fyrir klukkan tíu í kvöld.
„Ef einhver á leið þangað og er til í að kippa þeim með sér hafið endilega samband við okkur, t.d. hér í gegnum Twitter eða í síma 411-4915.“ segir í færslu Reykjavíkurborgar.
Einhverjir hafa velta fyrir sér hvort þetta fyrirkomuleg sé öruggt og lýðræðislegt, og fengið svör um að þetta sé ekki ólíkt því þegar atvæði eru flutt með flugvél.
Í Reykjavík eru stödd atkvæði sem þurfa að komast í Reykjanesbæ fyrir kl. 22. Ef einhver á leið þangað og er til í að kippa þeim með sér hafið endilega samband við okkur, t.d. hér í gegnum Twitter eða í síma 411-4915.
— Reykjavík (@reykjavik) May 14, 2022
Uppfært
Reykjavíkurborg greindi frá því seinna í kvöld að hvunndagshetja hefði komið til bjarga, sem ætli sér að koma atkvæðinu til skila.
Hvunndagshetja hefur boðist til að koma atkvæðinu til skila. Við þökkum honum fyrir hans ómetanlega framlag í þágu lýðræðisins. https://t.co/1DJvgOcECa
— Reykjavík (@reykjavik) May 14, 2022