Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun í hádeginu kynna nýja fimm ára fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.

Einnig verða gjaldskrár borgarinnar fyrir næsta ár kynntar, álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu, viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega sem og fyrirhugaðar lántökur.