Reykjavíkurborg mun í næstu viku hefja tilraunaverkefni í flokkun úrgangs með því að safna gleri og málmum sér. Næstu sex vikur verður gleri og málmum safnað í græntunnur í Árbæ og Norðlingaholti.

Fram kemur til tilkynningu frá Reykjavíkurborg að hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu hafi í fyrra hent tæpum níu kílóum af gleri og tæpum fjórum kílóum af málmi í ruslið.

Plasti og málmum verður skilað í móttökustöð Terra, fram kemur í svari fyrirtækisins að allt plast sé sent í endurvinnslu í Þýskalandi og málmum komið í endurvinnslu hér á landi. Glerinu verður skilað til Sorpu í Álfsnesi. Í svari Sorpu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að glerið verði notað sem undirlag við vegaframkvæmdir, þá sé mjög gott að flokka það frá til að auðvelda endurvinnslu á öðru sorpi.