Jarð­skjálftinn sem reið yfir stór­höfuð­borgar­svæðið og víðar rétt fyrir klukkan sex í kvöld fór án efa ekki fram hjá lands­mönnum, en sam­kvæmt Veður­stofu Ís­lands var skjálftinn að stærð 5,4 og á upp­tök sín á Reykja­nes­skaga, skammt frá Fagra­dals­fjalli. Þetta er lang­stærsti og kröftugasti skjálftinn í skjálfta­hrinunni á Reykja­nes­skaga, sem hófst laust eftir há­degi í gær.

Vef­mynda­vélar mbl.is sýna frá svæðinu, en glöggur Twitter notandi hefur nú sett inn mynd­band þar sem tals­verður reykur sést stíga upp úr gíg á Fagra­dals­fjalli rétt áður en skjálftinn reið yfir.