Um­ferðar­slys átti sér stað við Ál­verið í Straums­vík um klukkan hálf átta í morgun. Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Jóhann Bragi Birgis­son varð­stjóri hjá ríkis­lög­reglu­stjóra að lokað verði fyrir um­ferð á meðan vett­vangs­vinna stendur yfir.

Jóhann kvaðst ekki geta greint frá á þessari stundu hvort um al­var­legan á­rekstur hefði verið að ræða eða slys orðið á fólki.

„Til­kynning barst núna um átta leytið og má búast við að lokunin standi yfir í um klukku­stund,“ segir Jóhann.

Reykjanesbrautin hefur verið opnuð aftur nýju.

Fréttin uppfærð kl. 9:30.