Veður

Átta bíla árekstur á Reykjanesbraut

Umferðarslys varð á mislægu gatnamótunum við Voga.

Tveir sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/GVA

Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur hefur verið lokað eftir árekstur á brúnni við Vogagatnamót. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um átta bíla árekstur að ræða en ekki er vitað um alvarleika umferðaróhappsins að svo stöddu. Tveir sjúkrabílar eru á leiðinni á vettvang.

Vegum hefur víða verið lokað vegna veðurs, ófærðar og umferðaróhappa. Kringlumýrarbraut í suðurátt hefur verið lokað og þá er akstursbann á Hellisheiði, Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði, Kjósarskarði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. 

Þá er búist við að veginum frá Markarfljóti að Vík verði lokað og mun sú lokun væntanlega vara fram á mánudag.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Fylgstu með óveðrinu ganga yfir landið

umferðarslys

Átta bíla árekstur í Kópavogi

Veður

Óvitað hvort stofnbrautir haldist opnar

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing