Veður

Átta bíla árekstur á Reykjanesbraut

Umferðarslys varð á mislægu gatnamótunum við Voga.

Tveir sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/GVA

Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur hefur verið lokað eftir árekstur á brúnni við Vogagatnamót. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um átta bíla árekstur að ræða en ekki er vitað um alvarleika umferðaróhappsins að svo stöddu. Tveir sjúkrabílar eru á leiðinni á vettvang.

Vegum hefur víða verið lokað vegna veðurs, ófærðar og umferðaróhappa. Kringlumýrarbraut í suðurátt hefur verið lokað og þá er akstursbann á Hellisheiði, Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði, Kjósarskarði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. 

Þá er búist við að veginum frá Markarfljóti að Vík verði lokað og mun sú lokun væntanlega vara fram á mánudag.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Fylgstu með óveðrinu ganga yfir landið

umferðarslys

Átta bíla árekstur í Kópavogi

Veður

Óvitað hvort stofnbrautir haldist opnar

Auglýsing

Nýjast

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Morðið bæði grimmilegt og þaulskipulagt

Innkalla lakkrís súkkulaði

Vilja hætta að nafn­greina saka­menn í dómum

Segir Brexit-samkomulag nánast í höfn

Senni­legt að gjald­takan hafi verið ó­lög­mæt og ó­hóf­leg

Auglýsing