Reyk lagði frá Skógar­böðunum á Akur­eyri fyrr í dag. Aðal­steinn Júlíus­son, aðal­varð­stjóri hjá lög­reglunni á Akur­eyri segir skamm­hlaup hafa orðið í raf­magns­töflu og því myndaðist reykur.

Enginn eldur myndaðist að sögn Aðal­steins og engin hætta er talin hafa komið upp. Slökkvi­liðið er á staðnum og vinnur í því að reykræsta húsið.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins voru Skógar­böðin rýmd þegar at­vikið kom upp.

Mynd/Aðsend

Fréttin verður uppfærð.