Innlent

Réttur karl­manna til að höfða fað­ernis­mál leið­réttur

​Nú getur karlmaður sem telur sig föður barns höfðað faðernismál án nokkurra takmarkana. Áður gátu þeir aðeins höfðað slík mál hafi barnið verið ófeðrað fyrir.

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Jóhanna K Andrésdóttir / Hann

Nú getur karlmaður sem telur sig föður barns höfðað faðernismál án nokkurra takmarkana. Á síðasta þingfundardegi Alþingis í gær var það samþykkt að breyta barnalögum á þann veg að það sé hægt. Áður voru þær takmarkanir á þeirri heimild að aðeins gat karlmaður höfðað slíkt mál hafi barnið ekki verið áður feðrað.

„Þetta er mér mikið hjartans mál. Löngu áður en ég settist á þing reyndi ég að ýta á að þetta gæti orðið að veruleika og hef hnippt í nokkra þingmenn í gegnum tíðina en þetta hefur einhvern veginn aldrei komist í gegn. Þetta er eitt af þeim málum sem hefur ekki setið efst á forgangslista en þetta árið þá var hamast þar til þetta komst í gegn,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar sem var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Helga Vala segir að þetta sé mikið réttindamál og segir að leiðrétta hafi þurft breytingu sem fór inn í barnalögin árið 2000 með fyrrnefndum takmörkunum á rétti karlmanna.

„Árið 2000 var farið í mál og þá var aðeins í lögum réttur móður og barns. Niðurstaða Hæstaréttar var þá að það væri brot á stjórnarskrárvörðum rétti að föður væri ekki heimilt að fara í mál. Þá var barnalögunum breytt, en aðeins að hluta, þannig að hann kæmist aðeins af ef barnið væri ófeðrað fyrir. Það var verið að leiðrétta það loksins í gær,“ segir Helga Vala í samtali við Fréttablaðið í dag.  

Breyting á barna­lögum „hrað­soðin lausn“

Á mánudaginn greindi Fréttablaðið frá því að Hrefna Friðriksdóttir,  prófessor í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands, telji frumvarpið vanhugsað og að fyrrnefnd breyting á barnalögunum ekki góða lausn á málinu. 

„Ég hef ekki mælt með því að við gerum þessar breytingar. Mér finnst að við þurfum að skoða þetta allt í samhengi og hvaða hagsmuna við erum að gæta. Hvort við erum þarna að gæta hagsmuna fullorðins fólks frekar en hagsmuna barna,“ sagði Hrefna Friðriksdóttir í samtali við Fréttablaðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

Karlar fái að höfða faðernismál

Alþingi

Breyting á barna­lögum „hrað­soðin lausn“

Innlent

Hnífstunguárás í Kópavogi

Auglýsing

Nýjast

Földu sig á klósettinu: „Ég er mjög hræddur“

Nýr BMW 7 með risagrilli

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi í máli Gunnars Braga

„Nú þurfa menn bara að hugsa út fyrir boxið“

Auglýsing