Sex dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna úrskurðuðu í dag að það væri réttur Banda­ríkja­manna að bera skot­vopn í al­menningsrými. Þrír dómarar voru ósammála ákvörðuninni.

CNN fjallar um málið.

Niðurstaðan ógildir þar með lög New York-fylkis sem vörðuðu það að þess yrði krafist að fólk þyrfti að sanna að það ætlaði sér að nota skotvopn í sjálfsvörn hafi það ætlað sér að fá byssuleyfi.

Samkvæmt einum hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anum varðaði málið annan og fjórtánda viðauka banda­rísku stjórnarskrárinnar, en þau varða rétt fólks til skotvopnaeigna. Úrskurðurinn víkkar þar með umrædd réttindi.

Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um skotvopnaeign í Bandaríkjunum, sérstaklega í kjölfar árásarinnar í Uvalde-grunnskólanum í Texas.

Ljóst er að skoðanir á málinu eru mjög tvískiptar vestanhafs, en eftir að Hæstiréttur tilkynnti um úrskurð sinn hafa sumir fordæmd ákvörðunina og aðrir fagnað henni.