Guðmundur Thor Kárason og Tinna Guðmundsdóttir leita að innblæstri á alnetinu áður en þau hefjast handa við að skera út grasker fyrir Hrekkjavökuna. Því næst teikna þau með tússpenna hvað á að skera út og hefjast svo handa.

Svona skerum við út grasker:

  1. Að leita að hugmyndu á alnetinu um hvernig megi útfæra graskerskurðinn.

2. Teikna með tússpenna á graskerið það sem á að skera út. Áhveða hvað er skorið alveg í burtu, hvarð er hálfskorið (Hvítt/gegnsætt) og hvað er túlkað með línum/skurðum.

3. Byrja að skera út opið á graskerinu og síðan nota stóra málmskeið/málmsleif til að hreins og skafa innan úr graskerinu.

4. Nota dúkahníf eða annan mjög beittan hníf til að skera út graskerið. Ég er venjulega með einn dúkahníf og einn langan mjóan hníf.

5. Setja sprittkerti, 1-3 stykki í graskerið og njóta róandi áhrifa þess.

Tinna með skemmtilegt og frumlegt, eineygt grasker.
Fréttablaðið/Sigtryggur