Tví­bura­systir og vin­konur Huldu Elsu Björg­vins­dóttur lýsa henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. Hún sé góðum gáfum gædd og sér­lega rétt­sýn en erfið á morgnana.

Hulda Elsa Björg­vins­dóttir, sviðs­stjóri á­kæru­sviðs lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, er settur lög­reglu­stjóri höfuð­borgar­svæðisins frá síðasta mánuði og þar til ráðið verður í stöðuna.

Hulda Elsa, fyrr­verandi sak­sóknari hjá Em­bætti ríkis­sak­sóknara, hefur um ára­bil verið stað­gengill Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dóttur lög­reglu­stjóra og hefur nú tekið tíma­bundið við hennar fyrra starfi. Hennar fólk er langt í frá hissa að Hulda hafi lagt refsi­réttinn fyrir sig en að sögn Hildar Erlu, tví­bura­systur Huldu, hefur rík rétt­lætis­kennd fylgt henni frá blautu barns­beini.

„Hún hefur allt frá því við vorum litlar verið mikil bar­áttu­manneskja. Í mennta­skóla kynntist hún af brota­fræði og of beldis­mál urðu henni hug­leikin. Hún fór í sumar­lögguna með námi og beint í lög­fræði þar sem hún ein­beitti sér að refsi­rétti og sér­lega of beldi gagn­vart börnum. Ég hef ekki verið nema svona 10-12 ára þegar ég var alveg viss um að Hulda myndi í fram­tíðinni starfa fyrir lög­gæsluna á ein­hvern hátt. Hún hefur alltaf verið svo skýr á muninum á réttu og röngu. Ef maður er ekki viss hvaða leið á að fara er gott að fá ráð­leggingar frá henni.“ En þó Hildur segi systur sína rétt­sýna bendir hún þó á að það borgi sig ekki að rífast við hana.

Grjót í gegn

Vin­kona Huldu úr laga­náminu, Sig­ríður Rut Júlíus­dóttir, segir hana hörku­tól. „Manneskja alin upp á níunda ára­tugnum í Þýska­landi, Breið­holti og svo Grafar­vogi er ekki að fara að enda sem ein­hver verndaður, við­kvæmur, vakúm­pa­kkaður Garð­bæingur. Hulda er grjót í gegn. Ef hún væri Banda­ríkja­maður væri hún „stra­ig­ht outta Compton“.“ur eftir öll ham­fara­veðrin í desember.“

Hulda hefur undanfarin ár stundað kraftlyftingar af kappi og segir systir hennar að hún taki 70 kíló í bekk.

Íris Arna Jóhannes­dóttir sem einnig kynntist Huldu í laga­námi ráð­leggur engum að spila við vin­konu sína enda sé hún gríðar­lega mikil keppnis­manneskja. Tví­bura­systirin Hildur hefur svo sem ekki farið var­hluta af keppnis­skapinu enda hafa þær æft kraft­lyftingar saman undan­farin ár og haft gaman af því að keppa inn­byrðis. „En við sam­gleðjumst alltaf hvorri annarri og styðjum hvor aðra alla leið þó við séum ó­hræddar við að keppa.“ Að­spurð hvað Hulda taki í bekk svarar Hildur: „Ég held að hún hafi farið upp í alveg 70 kíló.“

Liggur ekki á skoðunum sínum

Það er auð­heyrt að Hulda er á­kveðin og liggur ekki á skoðunum sínum og það kunna vin­konur hennar að meta. „Þegar Hulda talar þá hlustar maður,“ segir Íris og Sig­ríður Rut orðar það svo: „Hún er á­kveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðs­lega þægi­legt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Hildur Erla segir; „Hún er ofsa­lega rök­föst og eld­klár og mikill „fig­hter“.“

Tvíburasysturnar Hulda Elsa og Hildur Erla eru bestu vinkonur og heyrast nokkrum sinnum á dag.

Hulda Elsa á þrjár dætur og tvö stjúp­börn með eigin­manni sínum Ómari Þor­gils Pálma­syni, fram­kvæmda­stjóra Aðal­skoðunar, og er hún mikil fjöl­skyldu­manneskja að sögn vin­kvenna og systur. „Ég veit að hún er skemmti­leg mamma og þau eru dug­leg að gera hluti saman sem fjöl­skylda,“ segir Hildur Erla.

Hildur segist hafa verið sam­visku­samari systirin á þeirra yngri árum og verið dug­legri að halda her­berginu sínu hreinu. „Ég hafði litla trú á því að hún yrði góð hús­móðir en svo fór hún að búa og varð þessi líka fyrir­myndar hús­freyja. Hún tók það alla leið eins og annað sem hún tekur sér fyrir hendur og skipu­lag heimilisins er til fyrir­myndar Hulda Elsa er rómaður kokkur af vinum sínum og elskar að elda og er það aug­ljós­lega til­hlökkunar­efni að vera boðið í mat á hennar heimili.

Hulda ræður

En þó að alls staðar sé Huldu lýst sem miklum töffara og grjót­harðri á hún sínar mjúku hliðar og tengjast þær oftast börnum og dýrum. „Hún elskar sér­stak­lega hunda, ketti og geitur. Ég skil ekki þetta með geiturnar, en við erum í stein­geitar­merkinu, það skýrir kannski eitt­hvað,“ segir Hildur og hlær og Sig­ríður Rut öfundar hana af fyrir­myndar upp­eldi hundsins hennar. „Hún á einn besta og flottasta þýska fjár­hund sem sögur fara af. Hundurinn er vand­ræða­lega vel upp alinn og þetta segi ég ekki bara af því að ég á sjálf hund sem er al­gjör fá­bjáni og dáist því að hundinum hennar sem er full­kominn í saman­burði við boxer-vit­leysinginn minn.“

Hulda Elsa er gift Ómari Þorgils Pálmasyni, framkvæmdastjóra Aðalskoðunar, og eiga þau fimm börn.

Tví­bura­systurnar Hildur Erla og Hulda Elsa eru yngri dætur hjónanna Björg­vins Björg­vins­sonar, fyrr­verandi að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóns hjá lög­reglu­stjóranum á höfuð­borgar­svæðinu og Kristínar Mar­ju Baldurs­dóttur rit­höfundar. Eldri systir þeirra er Soffía Ey­dís sem einnig er lög­fræðingur og með­eig­andi hjá KPMG Lög­mönnum. „Ef við yrðum spurðar hver okkar ræður, þá myndum við allar segja í kór „Hulda“,“ segir Hildur. Þær systur ólust upp í Selja­hverfinu utan tveggja ára sem fjöl­skyldan bjó í Þýska­landi þar sem Björg­vin spilaði hand­bolta í þýsku úr­vals­deildinni.

Erfið á morgnana

Tví­bura­systurnar luku báðar stúdents­prófi frá Mennta­skólanum í Reykja­vík árið 1993 og segist Hildur reglu­lega minna systur sína á að það sé að miklu leyti henni að þakka að hún lauk mennta­skóla­námi.

„Hún átti svo erfitt með að vakna á þessum árum að ég þurfti að vekja hana alla daga. Ég var annað hvort svona góð tví­bura­systir eða svona rosa­lega með­virk en hún getur þakkað mér fyrir að hún hafi náð að klára mennta­skólann, og ég segi henni það oft,“ út­skýrir Hildur og bætir við að hún hafi vakið Huldu með því að toga í tærnar á henni því nær þorði hún ekki. „Hún á enn stundum erfitt með að vakna á morgnana og þegar við erum að mæta á æfingar snemma þarf ég oft að koma henni af stað.“

Sigríður Rut, Hildur Erla og Íris Arna.

Íris Arna lýsir vin­konu sinni sem góðri sögu­konu; „Hún hefur ó­trú­lega skemmti­lega frá­sagnar­gáfu, væntan­lega frá mömmu sinni, sem við í sauma­klúbbnum kunnum mikið að meta.

Sig­ríður Rut segir hana hafa einkar næman skilning á mann­legu eðli. „Ég hef flutt mál á móti henni og horft á hana spyrja vitni og sak­borninga út úr í dóms­sal. Það gerir hún af næmni, natni og virðingu. Hún er einn besti mál­flytjandi sem ég hef flutt mál á móti.“ Eins sé hún vel að sér í fræðunum; „Ég hringi alltaf í Huldu ef ég þarf að fletta upp í refsi­rétti. Hef gert alla tíð. Maður kemur aldrei að tómum kofanum.“

Ef Hulda hefði ekki lagt fyrir sig lög­fræðina hefði það ekki komið systur hennar á ó­vart ef hún hefði tekið að sér að starfa fyrir al­manna­varnir. „Hún hefur alveg sér­stakan á­huga á jarð­skjálftum og eld­gosum. Hún skoðar jarð­skjálfta­mælingar dag­lega og fylgist með blogg­síðum sér­fræðinga á sviðinu og bað til dæmis um út­varp með raf­hlöðu í jóla­gjöf frá Soffíu syst

Fjölskyldumynd: Kristín Marja og Björgvin ásamt dætrum sínum þremur, frá vinstri: Hildur Erla, Soffía og Hulda Elsa. Eins og glöggir lesendur kannski sjá var myndin tekin á Þýskalands árunum.