Land­helgis­gæslan vísaði í gær­kvöldi hvala­skoðunar­bát til hafnar fyrir að vera með of marga far­þega um borð og fyrir að sinna ekki til­kynningar­skyldu. Skip­stjórinn var jafn­framt án réttinda.

RÚV greinir frá og segir þar að far­þegar um borð hafi verið 53 talsins með þriggja manna á­höfn. Báturinn hafði leyfi fyrir 50 far­þegum. Þá var til­kynningar­skyldu ekki sinnt og lög­skráningu á­hafnar var á­bóta­vant.

Sér­að­gerðar­sveit Land­helgis­gæslunnar var kölluð út á varð­bátnum Óðni vegna málsins. RÚV hefur eftir gæslunni að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem af­skipti hafi verið höfð af um­ræddum bát og að málið verði kært til lög­reglu.