Þann 11. Októ­ber hefjast réttar­höld vegna morðsins á Thomas Sankara í Búrkína Fasó. Hann var sósíalískur byltinga­maður og fyrsti for­seti landsins, frá 1983 til 1987 er hann var myrtur í valda­ráni undir stjórn Blaise Compaor­e. Valda­tíð hans stóð í 27 ár er hann sagði af sér vegna mikillar mót­mæla­öldu og flúði til Fíla­beins­strandarinnar þar sem hann er nú ríkis­borgari

Compaor­e og tólf aðrir eru á­kærðir fyrir fjölda glæpa tengdum morðinu. Hann ætlar ekki að láta sjá sig og því verður réttað yfir Compaor­e að honum fjar­stöddum.

Lög­maður fjöl­skyldu Sankara segir réttar­höldin mikinn sigur, tíma­bært væri að sann­leikurinn kæmi í ljós.