Innlent

Þrettán smituðust af nóró­veiru á Skel­fisk­markaðnum

Þréttan manns úr átján manna hópi veiktust heiftarlega eftir að hafa borðað á veitingastaðnum á föstudaginn.

Skelfiskmarkaðurinn var opnaður í sumar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Þrettán manns smituðust fyrir helgi af nóróveiru á Skelfiskmarkaðnum, veitingastað sem opnaði nýlega. Fólkið sem veiktist eftir að hafa borðað ostrur.

DV greinir frá þessu. Þar er haft eftir eigendum að þau harmi að fólkið hafi veikst. „Það kom upp einhver veira. Síðan við heyrðum af fyrsta tilvikinu þá höfum við verið dag og nótt að vinna í þessu,“ er haft eftir Ágústi Reynissyni, einum af eigendum staðarins. Í samtalinu er haft eftir honum að ostrurnar séu frá Húsavík og að „allur bærinn sé veikur“.

Ostrurnar hafa verið teknar af matseðli í bili. Sjúkdómseinkenni nóróveirunnar eru meðal annarra uppköst og niðurgangur.

Á Vísi er haft eftir Hrefnu Rósu Sætran, einum af eigendum, að heilbrigðiseftirlitið hafi mætt í tvígang eftir að málið kom upp og gefið staðnum toppeinkunn. Málið eig sennilega rætur að rekja til framleiðsluferlisins.

Hrefna Sætran er einn af eigendum Skelfiskmarkaðarins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing