Mál­flutningur í laga­stuldar­máli Jóhanns Helga­sonar gegn Warner, Uni­ver­sal og fleiri tón­listar­fyrir­tækjum fer fram í á­frýjunar­dóm­stóli í Los Angeles í dag.

Jóhann telur lagið You Raise Me Up eftir Rolf Lövland í raun lagið Söknuð eftir Jóhann sjálfan. Dóm­stóll í Los Angeles hafði áður vísað máli hans frá en jafn­framt hafnað hátt í 50 milljóna króna máls­kostnaðar­kröfu tón­listar­fyrir­tækjanna. Jóhann á­frýjaði frá­vísuninni og fyrir­tækin fyrir sitt leyti á­frýjuðu höfnun máls­kostnaðar­kröfunnar.

Þrír dómarar sitja í dóminum í dag og fá lög­menn hvors aðilans 15 mínútur til að flytja mál sitt.