Ný útgáfa Renault Zoe fékk 0 stjörnur í árekstrarprófi EuroNCAP um daginn og varð þar með þriðji bíllinn í sögunni til að fá þessa skammarlegu einkunn. Fyrri útgáfa Zoe fékk fimm stjörnur á prófinu árið 2013 og útskýrist þessi mikli munur meðal annars af því að bíllinn hefur ekki fylgt þeim auknu kröfum sem gerðar eru til nýrra bíla í dag þegar kemur að öryggi.

Það var aðallega í árekstrarprófi að framan og á hlið sem Zoe stóð sig illa, en öryggispúði fyrir hliðarárekstur er nú minni og veitir minni vörn en áður, sérstaklega fyrir höfuð. Í hliðarárekstrarprófi á staur hefði þriðjungur meiðsla orðið mjög alvarlegur og leitt til dauða. Einkunn fyrir öryggi fyrir fullorðna farþega er aðeins 43%, sem er sú versta í 11 ár. Auk þess vantar í Zoe öryggisbúnað sem er orðinn staðalbúnaður í vel flestum bílum í dag. Er þar átt við veglínuskynjara og neyðarhemlun til að mynda, en öryggisbúnaðurinn fékk aðeins 14% einkunn í prófinu sem er 61% fyrir neðan meðaltalið í prófununum.

Annar bíll frá Renault fékk einnig slæma einkunn í síðustu prófunum EruoNCAP, en það var Dacia Spring EV sem væntanlegur er á næsta ári. Hann fékk aðeins eina stjörnu. Aðrir bílar stóðu sig vel eins og BMW iX sem veitir 91% vörn fyrir fullorðna farþega. Mercedes EQS stóð sig samt best af öllum, með 96% vörn fyrir fullorðna farþega n