Renault kom með tilraunaútgáfu af bílnum árið 2013 en búast má við að nýi bíllinn sé talsvert uppfærður frá honum. Sá bíll var þróaður í samstarfi við Smart ForFour og er þegar á markaði hjá Daimler. Nýlega kom ný útgáfa Renault Zoe á markað með tæplega 400 km drægi. Smart ForFour rafbíllinn er hins vegar aðeins með 17,6 kWh rafhlöðu og 160 km drægi svo það verður forvitnilegt að sjá hvað Twingo EV býður uppá.