Að sögn miðilsins verður 68% hlutur Renault í AutoVAZ seldur fyrir eina rúblu eða um 20 krónur íslenskar. Er kaupandinn stofnun sem kallast Rannsóknastofnun bíliðna og er staðsett í Moskvu. Í fyrra seldi Renault gegnum merki sín 20 prósent allra bíla sem seldir voru í Rússlandi. Lada framleiðir tvo fólksbíla og þrjá jepplinga eins og sakir standa og er sá frægasti Niva sem lengi vel var seldur hér á landi. Mun samningurinn einnig kveða á um að Renault muni geta keypt aftur verksmiðjuna síðar á sama verði, hvað sem síðar verður.