Renault áætlar að frumsýna sjö nýja raf bíla til og með 2025 og er þetta fyrsti bíllinn í röðinni. Bíllinn byggir á CMF-EV undirvagninum frá Renualt-Nissan sem einnig verður í Nissan Ariya. Hann verður búinn 60 kWst rafhlöðu og með 215 hestafla rafmótor, og drægið verður allt að 450 km. Renault segir að togið verði 300 Nm og að upptakið verði undir átta sekúndum í hundraðið. Áætlað er að framleiða útgáfu með meira drægi. Rafhlaðan verður sú þynnsta á markaðinum, eða aðeins 110 mm á þykkt.