Framleiðandinn hefur nú staðfest að bíllinn muni fara í framleiðslu árið 2024 og þá sem ódýr gerð rafbíls. Verður hann fyrsti raf bíllinn til að nota nýjan undirvagn sem Renault og Nissan eru að hanna í sameiningu og kallast CMF-BEV og er fyrir smærri raf bíla. Að sögn yfirmanna hjá Renault er sá undirvagn lykillinn að því að hægt verði að bjóða ódýrari rafbíla af smærri gerðinni og mun nýr Renault 5 geta kostað allt að þriðjungi minna en núverandi Renault Zoe. Raf hlaðan sem notuð verður með þessum nýja undirvagni mun gefa bílnum um 400 km drægi. Eins og er má búast við 134 hestafla rafmótor í Renault 5 en það gæti þó breyst á þessum þremur árum, enda örar breytingar í rafbílum.