„Fyrir svona fjórum árum síðan var ég farinn að óttast um líf mitt, í hreinskilini sagt og ég var búinn að vera spá í því áður hvort einhver mygla væri að hrjá mig en ég var búinn að vera mjög slæmur í einhver ár." Þannig hefst frásögn Vilmundar Sigurðssonar, rafeindavirkjameistara sem skipti um rúmdýnu og náði eftir það heilsu á ný.

Lasleikinn var orðinn eins og þreföld eftirköst Covid sjúklinga segir hann. „Ég var farinn að missa hárið og með miklar bólgur í líkamanum, liðverki og vefjagigtarverki með miklum nætursvita og nefstíflum.“

Viðtalið má nálgast í spilaranum hér að neðan.

Vilmundur ræddi við Sigmund Erni á Fréttavaktinni
Mynd/Hringbraut

Vilmundur sagði í viðtali á Fréttavaktinni að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu af efnin í rúmdýninni hans væru skaðleg.

„Ég notaði bara útilokunaraðferðir eins og ég sem rafeindavirkjameistari er mjög vanur að gera það til að finna bilanir, segir Vilmundur.“

Með því að skipta út kodda og svampdýnu og fá náttúrulegri efni í staðinn varð heilsa Vilmundar miklu betri, útskýrir hann.

Hann er þó ekki einn um slíka reynslu. Um níu þúsund manns eru komnir í Facebook hóp á Íslandi sem ber heitið Er rúmið mitt að drepa mig!!

„Ég var farinn að missa hárið og með miklar bólgur í líkamanum, liðverkir"

Efni í dýnum og koddum geta verið einhver hundruðir, jafnvel þúsundir alls konar efna, vill Vilmundur meina. "Þetta eru gerviefni og góður slatti af þeim heldur áfram að gufa út úr efninu þó það sé búið að byggja dýnuna“, segir hann.

Svampdýnur með alls kyns efnum hafa verið notaðar undanfarna áratugina
Mynd/Aliexpress

Aðspurður hvaða efni séu í dýnunum segir hann það vera stóra spurningu: „Sennilega af því að þú getur búið til ofboðslega góða dýnu sem hægt er að mýkja upp með ódýrum hætti, þá var fyrir 70 árum byrjað að setja svampefni og jafnvel latexefni í rúmdýnur. Þá hefur þetta verið mjög sniðug hugmynd en síðan er þróunin búin að vera sú að farið er að bæta meira og meira af efnum í þetta og búa til alls konar þrýstijöfnun til að auka mýkt og annað."

"Svo fjölgar efnunum þannig að það er kannski allt að 60 mismunandi efni í einni dýnu í dag,“ fullyrður Vilmundur og hvort ekki sé eftirlit með þessu til dæmis Evrópusambandsreglur, segir hann að svo sé ekki.

"Fyrir 70 árum þegar byrjað var að setja svampefni og latexefni jafnvel í dýnuna, þá hefur þetta verið mjög sniðug hugmynd"

„Það virðist bara ekkert eftirlit vera því ég er búinn að tala ítrekað við Umhverfisstofnun hér á Íslandi og meira að segja í Danmörku og það er engin reglugerð til.“

Hann rifjar upp að Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG og jarðfræðingur hafi sett fram fyrirspurn fyrir einhverjum mánuðum síðan um hvaða reglugerð væri í gildi til að vernda fólk gegn skaðlegum efnum í svefnvörum og svarið frá Umhverfisstofnun var bara ekkert,“ segir Vilmundur.

Sameiginleg einkenni

Í Facebook hópnum á fólk það sameiginlegt að svitna óeðlilega mikið í svefni, mjög margir eru með nefstíflur og kæfisvefn, hausverkir og að vakna jafn þreytt og þegar það fór að sofa, ofurþreyta og svona kulnunareinkenni- og sammerkt með mörgum þarna eru bólgur í líkamanum.

Hvort vísindalegar rannsóknir séu til sem styðji mál þessa fólks, um að svefnvörunum sé um að kenna krankleikana, segir Vilmundur að lítið sé til af því. Eftir 70 ár af notkun svampsefna virðist ekki hafa verið gerðar neinar alvöru vísindalegar eða opinberar rannsóknir. Hins vegar hafi bandarískir háskólar gert rannsóknir sem gefi vísbendingar um að í dýnum fyrir finnist skaðleg eftir, bætir Vilmundur við og Landlæknir segi að ekki sé neitt hægt að gera þar sem rannsóknir eru ekki fyrir hendi.

Fólkið segir frá

Vilmundur er maður vísindanna en segir þó að læknasamfélagið verði að hlusta: „Það er fólkið sem er að segja frá því að það sé veikt.“

Viðtalið má sjá hér í heild sinni að neðan.