Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, vill ekki tjá sig um opið bréf Kára Stefáns­sonar til hans og há­skóla­ráðs sem birtist í Frétta­blaðinu í dag.

Jón Atli segir málið vera við­kvæmt og kveðst hafa sagt allt það sem hann hefur að segja um meintan rit­stuld Ás­geirs Jóns­sonar, seðla­banka­stjóra.

Í opnu bréfi gagn­rýndi Kári Stefáns­son þau um­­­mæli rektors að siða­­nefnd Há­­skóla Ís­lands bæri ekki að rann­saka meintan rit­­stuld seðla­banka­stjóra í ljósi þess að hann væri í ó­launuðu leyfi frá störfum sínum við hag­fræði­deild há­skólans.

„Þetta voru dapur­­leg mis­tök af hálfu Jóns Atla sem há­­skóla­ráði ber að leið­rétta. Meðan Ás­­geir er hand­hafi stöðu við Há­­skólann hlýtur skólinn að gera þá kröfu til hans að við fræði­­störf sín þá haldi hann sig innan þeirra marka sem eru sett af siða­­reglum skólans og hefðum fræða­­sam­­fé­lagins,“ segir í bréfi Kára.

Siða­nefnd Há­skóla Ís­lands sagði af sér í byrjun febrúar vegna málsins en hún hafði talið sig geta fjallað efnis­lega um rit­stuldar­málið á þeim grund­velli að ráðningar­sam­band sé fyrir hendi milli Ás­geirs Jóns­sonar og há­skólans þrátt fyrir að hann sé í launa­lausu leyfi.