Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, er ekki sam­mála Stúdenta­ráði að skrá­setningar­gjald í Há­skóla Ís­lands svipi til skóla­gjalda. Hann segir gjaldið væri hærra ef það væri vísi­tölu­tengt.

Þetta kemur fram í frétt mbl.is en Jón Atli segir þar að skrásetningargjaldið væri 95 þúsund krónur ef það væri vísi­tölu­tengt, sam­kvæmt þeim kostnaðar­liðum sem lagðir eru til grund­vallar.

Stúdenta­ráð Há­skóla Ís­lands sendi frá sér til­kynningu í byrjun nóvember þar sem úr­skurður þess efnis að HÍ hafi ekki farið rétt að við út­reikninga á skrá­setningar­gjaldi stað­festi grun Stúdenta­ráðs að gjaldið sé ekki ein­göngu skrá­setningar­gjald í fyllstu merkingu orðsins, heldur sé það betur skil­greint sem skóla­gjöld.

Jón Atli segist ekki vera á því að gjaldið svipi til skóla­gjalda. „Það er alveg ljóst að há­skólinn þarf á þessum fjár­munum að halda. Það eru til ýmsar hliðar á því að ræða skrá­setningar­gjaldið, hvort það eigi að vera eður ei. Það hefur til dæmis verið bent á það að það er dýrara að fara í leik­skóla en að fara í há­skóla,“ segir hann í sam­tali við mbl.is.

„Það er mikil þjónusta sem há­skólinn er að bjóða upp á. Hún hefur aukist á undan­förnum árum. Ef við ætlum að halda þessari fram­þróun á­fram þurfum við að fá stuðning,“ segir hann.

„Skrá­­setninga­­gjald í opin­bera há­­skóla eru þjónustu­­gjöld en þau má að­eins inn­heimta fyrir þá þjónustu sem hið opin­bera raun­veru­­lega veitir þeim sem greiðir gjaldið og skal það gert á grund­velli skýrrar laga­heimildar,“ sagði í yfir­­­lýsingunni.

Á­frýjunar­­nefnd há­­skóla­­nema komst að þeirri niður­­­stöðu að há­­skóla­ráð lagði ekki réttar for­­sendur til grund­vallar gjaldinu og byggði þannig ekki á þeim kostnaði sem raun­veru­­lega hlýst af því að veita þjónustuna sem gjaldinu er ætlað að standa undir.

Stúdenta­ráð sagði skrá­­setningar­­gjald fela í sér á­lögur á stúdenta og að það dragi úr jöfnu að­­gengi fólks að há­­skóla­­menntun. Skrá­­setningar­­gjaldið er 75.000 krónur óháð því hvaða þjónustu nemandinn nýtir sér af þeim kostnaðar­liðum sem að baki gjaldinu búa.