Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.

„Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni.

Bjarni hefur þegar látið af störfum en ekkert er gefið upp nánar um þau atvik sem vísað er til.

Við starfi Bjarna tekur Þórður Ásmundsson, til bráðabirgða.