Fréttir

Rekinn vegna óviðeigandi hegðunar

​Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri ON.

Bjarni Már Júlíusson hefur látið af störfum. Fréttablaðið/Hag

Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.

„Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni.

Bjarni hefur þegar látið af störfum en ekkert er gefið upp nánar um þau atvik sem vísað er til.

Við starfi Bjarna tekur Þórður Ásmundsson, til bráðabirgða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Eitt af hverjum 20 and­látum vegna á­fengis­drykkju

Björgunarsveit

Björgunar­sveitir leita manns í Helga­felli

Auglýsing

Nýjast

Fær rúma milljón fyrir stjórnar­setu án þess að mæta

Sýna þrjár björgunar­æfingar í beinni

„Af­gerandi“ vilja­yfir­lýsing um sam­göngu­á­ætlun

Talaðu við Bimmann

Styrkja rödd og réttindi barna með Barna­þingi og gagna­öflun

Skoskur bjór í hektó­lítra­tali: BrewDog opnað í Reykja­vík

Auglýsing