Fréttir

Rekinn vegna óviðeigandi hegðunar

​Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri ON.

Bjarni Már Júlíusson hefur látið af störfum. Fréttablaðið/Hag

Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.

„Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni.

Bjarni hefur þegar látið af störfum en ekkert er gefið upp nánar um þau atvik sem vísað er til.

Við starfi Bjarna tekur Þórður Ásmundsson, til bráðabirgða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Ömur­legt“ að hafa þurft að láta konuna sofa inni á baði

Brexit

ESB samþykkir drög að Brexit-samningi

Bílar

Vann sinn sjötta BMW á 6 árum

Auglýsing

Nýjast

Yfir­maður leyni­þjónustu rúss­neska hersins látinn

Kona á tí­ræðis­aldri látin sofa á salerni með kúa­­bjöllu

Í þessum löndum er bensínið ódýrast

Banda­ríkin sögð í­huga refsi­að­gerðir gegn Kúb­verjum

Hyundai Saga rafmagnsbíll í Sao Paulo

Síðasta þriggja dómara málið

Auglýsing