Blaða­maður banda­ríska tíma­ritsins The New Yor­ker var rekinn á dögunum eftir að hann rúnkaði sér á Zoom fundi með rit­stjórninni. New York Times greinir frá málinu og vísar til tveggja heimildar­manna vegna málsins.

At­vikið átti sér stað á sam­eigin­legum rit­stjórnar­fundi blaða­manna tíma­ritsins og starfs­fólks WNYC út­varp­stöðvarinnar. Blaða­maðurinn, Jef­frey Toobin, skipti í um­ræðu­hléi yfir á annað sím­tal sem var jafn­gildi síma­kyn­lífs, sam­kvæmt heimildum New York Times.

„Ég gerði vand­ræða­lega heimsku­leg mis­tök, og trúði því að ég væri ekki í mynd. Ég bið eigin­konuna mína af­sökunar, fjöl­skyldu, vini og sam­starfs­menn,“ segir Toobin í til­kynningu vegna málsins.

„Ég hélt að ég hefði slökkt á hljóð­nemanum í Zoom. Ég hélt að enginn á Zoom fundinum gæti séð mig,“ bætir hann jafn­framt við. Hann vildi ekki svara spurningum New York Times um það hvers eðlis hitt sím­tal hans hefði verið.

Toobin hefur starfað hjá miðlinum í meira en 25 ár. Þá er hann jafn­framt á­lits­gjafi hjá CNN en sjón­varps­stöðin stað­festir að hann hafi óskað eftir tíma­bundnu leyfi vegna per­sónu­legra að­stæðna.

Í um­fjöllun New York Times kemur fram að starfs­fólk hafi verið að æfa sig fyrir banda­rísku for­seta­kosningarnar. Hefur miðillinn eftir Möshu Ges­sen, blaða­konu, að hún sé nokkuð viss um að Toobin hafi ekki haft hug­mynd um að starfs­fólk gæti séð hann. Starfs­fólk hafi látið eins og ekkert hafi í skorist á fundinum og ekki haft orð á upp­á­komunni við Toobin.