Stjórn New York University háskólans í Bandaríkjunum samþykkti á dögunum að reka kennara úr starfi vegna kvartana frá nemendum að efnafræðiáfangi sem hann væri með væri einfaldlega of erfiður.

Fjallað er um málið í fjölmiðlum Vestanhafs. Þar kemur fram að umræddur kennari, Maitland Jones sem er 84 ára gamall hafi kennt við skólann í langan tíma áður en ákvörðunin var tekin.

Af 350 nemendum sem sátu áfangann á síðasta ári skrifuðu 82 undir áskorun að það væri Jones að kenna að þau hefðu fallið í áfanganum þar sem hann væri einfaldlega of erfiður.

Þá sökuðu umræddir nemendur prófessorinn um að tala niður til þeirra sem ættu erfitt með að skilja námsefnið.

Sjálfur sagði hann að nemendur mættu illa og að árangur nemenda í námskeiðinu hefði um leið hrakað.