Reglugerð um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna hefur ekki litið dagsins ljós en þá reglugerð átti að setja eftir að lög um heilbrigðisstarfsmenn voru sett árið 2012.

í 24. grein laga um heilbrigðisstarfsmenn er ákvæði um kynningar og auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna. Þar segir að ráðherra skuli setja í reglugerð ákvæði um auglýsingar eða bann við ákveðinni tegund auglýsinga.

Helga Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, segir ráðherra vilja setja frekari reglur um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna.

„Staðan á reglugerð um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna er sú að reglugerðin er ekki klár. Unnið hefur verið að málinu innan ráðuneytisins en það legið í láginni um tíma. Það er vilji ráðherra að vinnunni verði flýtt og að reglugerð liggi fyrir á næstu mánuðum.“