Stjórnsýsla

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Helga Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, segir ráðherra vilja setja frekari reglur um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna.

Landspítalinn. Fréttablaðið/Auðunn

Reglugerð um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna hefur ekki litið dagsins ljós en þá reglugerð átti að setja eftir að lög um heilbrigðisstarfsmenn voru sett árið 2012.

í 24. grein laga um heilbrigðisstarfsmenn er ákvæði um kynningar og auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna. Þar segir að ráðherra skuli setja í reglugerð ákvæði um auglýsingar eða bann við ákveðinni tegund auglýsinga.

Helga Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, segir ráðherra vilja setja frekari reglur um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna.

„Staðan á reglugerð um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna er sú að reglugerðin er ekki klár. Unnið hefur verið að málinu innan ráðuneytisins en það legið í láginni um tíma. Það er vilji ráðherra að vinnunni verði flýtt og að reglugerð liggi fyrir á næstu mánuðum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Stjórnsýsla

Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax

Stjórnsýsla

Hafna uppbyggingu á Granda

Stjórnsýsla

Nefnd HÍ skeri ekki úr um lögmæti rannsókna

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing