Regína Ás­valds­dóttir, hag­fræðingur og svið­stjóri vel­ferðar­sviðs Reykja­víkur­borgar, hefur verið ráðin bæjar­stjóri Mos­fells­bæjar kjör­tíma­bilið 2022-2026.+

Regína var bæjar­stjóri á Akra­nesi árin 2013 til 2017 en hún hefur einnig gegnt starfi skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu borgar­stjóra og sviðs­stjóra þjónustu- og rekstrar­sviðs Reykja­víkur­borgar.

Í til­kynningu frá Mos­fells­bæ segir meðal annars um Regínu:

Regína er með meistara­próf í hag­fræði frá Há­skólanum í Aber­deen, diplóma í opin­berri stjórn­sýslu og cand. mag. í fé­lags­ráð­gjöf frá Há­skólanum í Osló. Á ferli sínum hefur Regína átt sæti í fjöl­mörgum stjórnum og starfs­hópum, nú síðast starfs­hópi sem skilaði til­lögum um hús­næðis­mál til þjóð­hags­ráðs í maí síðast­liðnum. Regína hefur mark­tæka reynslu af stefnu­mótun og breytinga­stjórnun og hefur leitt vinnu við stefnu­mótun á sviði vel­ferðar­mála og at­vinnu­mála. Vel­ferðar­svið hefur enn­fremur verið leiðandi svið hjá Reykja­víkur­borg þegar kemur að staf­rænni þróun og á­herslu á þjónustu­stjórnun.

Á­ætlað er að Regína hefji störf í byrjun septem­ber en ráðningar­samningurinn tekur form­lega gildi þegar hann hefur verið stað­festur af bæjar­ráði fimmtu­daginn 14. júlí og birtur opin­ber­lega í kjöl­farið.

Bæjarstjórastastaðan var auglýst og sóttu þrjá­tíu manns um hana á dögunum.

Meðal þeirra sem sóttu um voru Gylfi Þór Þor­steins­son, verkefnastjóri móttöku flóttafólks og fyrrverandi um­sjónar­maður sótt­varnar­húsa Kristján Þór Magnússon, fyrr­verandi bæjar­stjóri á Húsa­vík og Glúmur Bald­vins­son, sem titlar sig sem leið­sögu­mann.