Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu héraðsdóms í máli Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnaheiðar Freyju Kristínardóttur en þær voru í apríl 2019 dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa, árið 2016, farið um borð í flugvél sem flytja átti nígeríska flóttamanninn Eze Okafor úr landi og mótmælt þar brottvísun hans. Einnig voru þær dæmdar til að greiða allan sakarkostnað, samtals um 2,2 milljónir króna í héraði.
Ákvörðun refsingar frestað í tvö ár
Landsréttur vísar hins vegar til þess með vísan til ákvæða stjórnarskrár, að fyrir konunum hafi vakað að standa vörð um líf og heilsu umrædds manns, sem þær álitu í hættu, og það hafi þær gert með því að nýta á friðsaman hátt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla þótt þær hafi í þessu tilviki gengið lengra en heimilt var. Einnig var vísað til þess að þær hafa ekki áður hlotið refsingu og að verulegur dráttur hefur orðið á rektsri málsins fyrir dómstólum. Þá var sakarkostnaði skipt jafnt milli þeirra og ríkisins.
Jórunn og Ragnheiður ákváðu sjálfar að áfrýja dómnum í fyrra og sögðu á sínum tíma að dómur héraðsdóms gæti sett slæmt fordæmi.
„Ég taldi hann [Okafor] vera í raunverulegri lífshættu ef hann yrði sendur með þessu loftfari,“ sagði Jórunn Edda í héraðsdómi. Báðar báru fyrir sig að aðgerðir þeirra hafi verið friðsamlegar og mótmælin farið fram í þeim tilgangi að mótmæla brottvísuninni. „Þetta var neyðarúrræði,“ sögðu þær.
„Ef þessum dómi er leyft að standa óbreyttum er hætta á að tjáningar- og mótmælafrelsi í landinu verði settar þröngar skorður í krafti opinna og illa skilgreindra fullyrðinga í texta hans,“ sagði í yfirlýsingu kvennanna tveggja eftir dóm héraðsdóm.
„Ef þessum dómi er leyft að standa óbreyttum er hætta á að tjáningar- og mótmælafrelsi í landinu verði settar þröngar skorður í krafti opinna og illa skilgreindra fullyrðinga í texta hans,“ sagði í yfirlýsingu kvennanna tveggja eftir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur á sínum tíma.
Þær sögðu einnig að héraðsdómurinn væri illa unninn og „í besta falli studdur veikum rökum, á meðan lítið sem ekkert tillit er tekið til þeirra skýru og mikilvægu lagaraka sem verjendur okkar lögðu fyrir dóminn.“